Nálægt yfirborði húðar liggja litlar, þunnar bláæðar sem tengjast bláæðakerfi líkamans. Æðaslit eða háræðaslit, þekkt sem spider veins eða telangiectasias, myndast þegar þessar æðar víkka út og verða sýnilegar. Þær geta verið rauðar eða bláar og birtast oftast í einföldu trjágreinamynstri eða kóngulóarvefsmynstri.
Æðaslit tengjast oft æðahnútum. Eins og æðahnútar, eru æðaslit yfirleitt algengust á fótleggjum, vegna þess að upprétt staða, þar sem þrýstingurinn í bláæðunum í neðri hluta líkamans eykst við standandi stöðu. En æðaslit geta einnig komið fram í andliti og öðrum stöðum.
Þá er með örmjóum nálum srautað herpandi efni (t.d aethoxysklerol), sem loka æðunum, vegna ertingar sem lyfið veldur á innþel æðanna.