Æðahnútar eru þandar (úttútnaðar) bláæðar í ganglimum sem geta valdið mörgum kvillum og þarfgerðum fyrir einstaklinga. Bláæðablóðið þarf að komast aftur upp í lungu til að hlaða blóðið súrefni. Í bláæðum eru einstefnulokur sem hindra að blóðið geti bakkað niður (í grunna kerfinu, þar sem æðahnútar eru að myndast og stækka). Ef hins vegar lokurnar eru bilaðar lekur blóðið niður í bláæðar ganglimsins, undir vaxandi þrýstingi (Bakflæði=Reflux), sem gefa eftir og þenjast út og verða úttútnaðar-þandar og hlykkjóttar.
Ómun fyrir aðgerð og í aðgerð er lykillinn að góðum árangri æðahnútaaðgerðar. Ómun greinir reflux (í stofnæðum og tengiæðum-perforantar) með morphology, color flow og spectral analysu.
Alltaf er ómun notuð í aðgerðinni-inngripinu.
Æðahnútar lagast ekki af sjálfum sér, heldur versna þannig að æðarnar víkka, bakflæðið versnar(meiri þrýstingur) og þá getur myndast bjúgur, húðþynnig, liatbreyting á húð og jafnvel sár. Æðahnútasár sem myndast eftir þennan feril er erfitt að græða. Leiðin til að fyrirbyggja þessa þróun er að hemja bakflæðið=refluxinn. Áður var (er einstaka sinnum gert enn) stofnæðin dregin út. Einnig var hún hnýtt og klippt milli hnýtinga.
Lang oftast eru nú notaðar s.k. innæðaaðgerðir. Sett er nál í stofnæð (ómstýrt-eins og flestar nálar sem settar eru í yfirborðsbláæðar) , síðan teygjanlegur vír í gegnum nálina. Nálin fjarlægð og þá silicon leggur þræddur yfir vírinn inn í bláæðina, sem þarf að loka (sjá video laser inngrip vegna æðahnúta). Oftar (ennþá) hitameðferð (LASER-RF) sem ertir innþel æðarinna, þannig að örvefur myndast í staðin fyrir slétta innanþel æðarinnar. Æðin breytist í örvefsstreng og er því ekki æð lengur og flytur ekkert bakflæðisblóð. Þetta er tilgangur allra æðahnútaaðgerða þ.e. stoppa bakflæðið (sem veldur æðahnútunum).
Ný og betri aðferð-tækni, sem lágmarkar taugaertingu (sem er vel þekktur fylgikvilli hitameðferða) er tækni, sem notar kalda lausn til að erta æðina (og loka henni) oft kölluð ómlímun-venaseal.
Báðar þessar aðferðir loka æðinni í c.a.95 % tilfella.
Blóðtappar sem fara inn í djúpa kerfið. Þeir geta rekið og myndað lungnaæða blóðtappa. Mjög sjaldgæft, en hættulegt. Með versnandi æðahnútum geta myndast húðbreytingar. Þynnt húð með litarbreytingum og síðar sárum, sem erfitt er að græða og dregur þannig mikið úr lífsgæðum.
Mikilvægt er að sjúklingum sé gerð grein fyrir að ýmsir aðrir sjúdómar geti valdið verkjum í ganglimum t.d. vefjagigt. Þannig geta æðahnútar og aðrir sjúkdómar valdið einkennum í ganglim samtímis.
Þá gildir, að rétt og nauðsynlegt sé að hindra bakflæði með viðgerð á lekum bláæðum Þ.e. æðahnútaaðgerð-inngripi. Þá þýðir, að sjúklingur viti, að þannig geti einkenni minnkað, en æðahnútaaðgerð breyti ekki einkennum annara óskyldra sjúkdóma.
Algengustu fygikvillar innæðaaðgerða er erting á taugar sem liggja nærri æðinni sem hituð er, þótt þandeyfing = kalt saltvatn með staðdeyfingu sé gefið í ríku magni. Lang oftast eru þetta skyntaugar sem lagast hratt. Sýkingar(purulent-gröftur) og blæðingar eru sjaldgæfir fyllikvillar, gerast eiginlega aldrei.
Á samþykkiseyðublaði, sem allir sj undirrita, stendur
„Ég skil hættu á fylgikvillum sem geta orðið í kjölfar aðgerðar, bæði af þekktum orsökum og óþekktum.“